Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir Keiludeild Þórs

Málsnúmer 2012100003

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 118. fundur - 04.10.2012

Erindi dags. 26. september 2012 frá stjórn ÍBA varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir Keiludeild Þórs.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum frá ÍBA.

Íþróttaráð - 120. fundur - 01.11.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 26. september sl. frá stjórn ÍBA varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir Keiludeild Þórs.

Íþróttaráð vísar erindinu aftur til ÍBA með vísan í 9. gr. samnings um samskiptamál Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar.

Frístundaráð - 7. fundur - 27.04.2017

Erindi dagsett 24. apríl 2017 frá Valdimar Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir styrk fyrir keildudeild félagsins til að geyma keilubrautir og vélar sem verið er að fjarlægja úr núverandi aðstöðu deildarinnar.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.