Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2012080021

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 255. fundur - 17.08.2012

Lagðar fram til kynningar tillögur bæjarráðs frá 14. júní sl. um forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2013 og tímaáætlun og rammar fyrir þá málaflokka sem falla undir framkvæmdaráð. Óskir um athugasemdir þurfa að berast fyrir 18. ágúst nk.

Framkvæmdaráð - 256. fundur - 07.09.2012

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 11:26 og Hjörleifur H. Herbertsson L-lista, aldursforseti, tók við fundarstjórn.
Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar og starfsáætlun.

Umhverfisnefnd - 76. fundur - 11.09.2012

Umræður um gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð - 257. fundur - 21.09.2012

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð - 258. fundur - 05.10.2012

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð, A og B fyrirtækja, 3ja ára áætlun og framkvæmdaáætlun vegna þeirra deilda sem undir ráðið heyra og vísar til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 259. fundur - 16.11.2012

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti fjárhagsáætlun ársins 2013 með áorðnum breytingum.

Framkvæmdaráð - 271. fundur - 23.08.2013

Sex mánaða rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 lögð fram til kynningar og farið yfir stöðu verklegra framkvæmda ársins.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 272. fundur - 06.09.2013

Farið yfir stöðu verklegra framkvæmda fyrir árið 2013 og tillögur kynntar um breytingar á áður samþykktri áætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar.

Framkvæmdaráð - 273. fundur - 24.09.2013

Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2013.

Framkvæmdaráð - 276. fundur - 15.11.2013

Níu mánaða staða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Lagt fram til kynningar.