Hátíðahöld á 17. júní og Akureyrarvöku - samþykkt

Málsnúmer 2013080225

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 145. fundur - 29.08.2013

Farið yfir drög að samþykkt fyrir hátíðahöldin á 17. júní og Akureyrarvöku. Samþykktin samanstendur að hluta af eldri samþykkt fyrir hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn og við hana hefur verið bætt kafla um Akureyrarvöku.

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir áliti framkvæmdaráðs á samþykktinni áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur.

Framkvæmdaráð - 273. fundur - 24.09.2013

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir áliti framkvæmdaráðs á samþykkt um Hátíðarhöld á 17. júní og Akureyrarvöku.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sigfús Arnar Karlsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna setu í stjórn Akureyrarstofu. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti enda mun Akureyrarstofa gera ráð fyrir tekjustofni fyrir vinnu Framkvæmdamiðstöðvar og Lystigarðs við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.