Fyrirspurn um gangbraut og hljóðmanir við Heiðarlund

Málsnúmer 2013090138

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 273. fundur - 24.09.2013

Erindi dags. 12. september 2013 frá Elvari Smára Sævarssyni formanni hverfisnefndar Lundahverfis, vegna framkvæmda við Dalsbraut.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að svara erindinu.

Farið verður í umferðar- og hraðamælingar á umræddu svæði við Dalsbraut. Niðurstöður verða kynntar fyrir framkvæmdaráði þegar þær liggja fyrir.

Framkvæmdaráð - 275. fundur - 01.11.2013

Áður á dagskrá 24. september sl.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti hraða- og umferðarmælingar sem gerðar voru á Dalsbraut um mánaðamótin september/október sl.
Einnig kynnti hann fyrir nefndinni bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. október sl., afrit af kæru vegna ákvörðunar framkvæmdaráðs um að fylgja ekki auglýstu deiliskipulagi á svæðinu og fresta framkvæmdum er snúa að hagsmunum íbúa í nágrenninu.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi í samráði við bæjarlögmann og skipulagsstjóra að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 277. fundur - 06.12.2013

Áður á dagskrá 1. nóvember 2013. Lögð fram gögn vegna kæru er lýtur að ákvörðun framkvæmdaráðs um að fylgja ekki auglýstu deiliskipulagi við Dalsbraut.
Bæjartæknifræðingur kynnti drög að svari til innanríkisráðuneytis.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi kl. 11:17.