Fræðsluráð

61. fundur 13. desember 2021 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Þorlákur Axel Jónsson formaður
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
 • Hlynur Jóhannsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Dagný Björg Gunnarsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
 • Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Marthen Elvar Veigarsson Olsen varamaður fulltrúa leikskólakennara
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllun Þórhalls Harðarsonar.
Marthen Elvar Veigarsson Olsen varamaður FL mætti í forföllum Therése Möller.
Dagný Björg Gunnarsdóttir varafulltrúi foreldra barna í leikskólum mætti í forföllum Jóns Þórs Sigurðssonar.

1.Samþætting þjónustu barna

Málsnúmer 2021110226Vakta málsnúmer

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu innleiðingarinnar.

2.Skýrsla MSHA um sérúrræði í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021091604Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir framkvæmd þeirra aðgerða sem lagðar eru til í skýrslu Miðstöðvar skólaþróunar HA um sérúrræði í grunnskólum.

3.Nemendafjöldi - þróun næstu ára

Málsnúmer 2021051468Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lögðu fram til kynningar minnisblað um hugsanlega þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum fram til ársins 2027.

4.Skólahald í Grímseyjarskóla

Málsnúmer 2019050385Vakta málsnúmer

Tillaga var lögð fyrir fundinn um að reglur um skólagöngu nemenda í Grímsey frá 11. október 2010 sem samþykktar voru af skólanefnd Akureyrarbæjar verði felldar úr gildi.
Afgreiðslu frestað eftir umræður.

5.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022-2025

Málsnúmer 2021090517Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir umbótaverkefnum vegna hagræðingarkröfu sem gerð er til málaflokks fræðslumála fyrir árið 2022.

6.Fundaáætlun fræðsluráðs

Málsnúmer 2019110153Vakta málsnúmer

Tillaga að fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir samhljóða framlagða fundaáætlun fyrir árið 2022.

7.Heilsuefling - starfshópur

Málsnúmer 2020100021Vakta málsnúmer

Þuríður Sólveig Árnadóttir gerði grein fyrir tillögum starfshóps um heilsueflingu í skólum.
Fræðsluráð beinir því til sviðsstjóra fræðslusviðs að tillögurnar verði kynntar enn frekar fyrir skólastjórum leik- og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 15:30.