Skólahald í Grímseyjarksóla

Málsnúmer 2019050385

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 20.05.2019

Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram minnisblað um stöðu skólahalds í Grímsey.
Fræðsluráð samþykkir að fella niður skólahald í Grímseyjarskóla tímabundið veturinn 2019-2020 meðan ekki eru fleiri nemendur skráðir í skólann en gera jafnframt ráð fyrir að sú ákvörðun verði endurskoðuð fyrri hluta árs 2020 fyrir skólaárið 2020-2021. Skólaganga þess nemanda sem skráður er í skólann myndi þá falla undir samþykktar reglur um skólagöngu nemenda í 9. og 10. bekk í Grímsey.



Fræðsluráð - 61. fundur - 13.12.2021

Tillaga var lögð fyrir fundinn um að reglur um skólagöngu nemenda í Grímsey frá 11. október 2010 sem samþykktar voru af skólanefnd Akureyrarbæjar verði felldar úr gildi.
Afgreiðslu frestað eftir umræður.