Skýrsla MSHA um sérúrræði í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021091604

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 57. fundur - 04.10.2021

Að beiðni fræðslusviðs Akureyrarbæjar vann Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) skýrslu um sérúrræði í grunnskólum bæjarins. Skýrslan var lögð fram til kynningar. Gunnar Gíslason forstöðumaður MSHA og Rúnar Sigþórsson prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri komu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslunni.
Fræðsluráð tók efni skýrslunnar til umræðu og lýsir yfir ánægju sinni með hana og vinnu tengda henni.
Ísabella Sól Ingvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom til fundar kl. 14:00

Fræðsluráð - 61. fundur - 13.12.2021

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir framkvæmd þeirra aðgerða sem lagðar eru til í skýrslu Miðstöðvar skólaþróunar HA um sérúrræði í grunnskólum.