Ný persónuverndarlög

Málsnúmer 2017080040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3579. fundur - 07.12.2017

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fræðsluráð - 6. fundur - 19.02.2018

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn og fór yfir helstu áherslur í nýjum persónuverndarlögum sem snúa að skólaumhverfi.

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Kynnt verkáætlun fyrir Akureyrarbæ vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða verkáætlun.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Lögð fram tillaga að persónuverndarstefnu Akureyrarbæjar, sem tekur á persónuvernd og upplýsingaöryggi, og tillaga að fræðslu til almennings með vísan til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem taka gildi 15. júlí nk.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að persónuverndarstefnu Akureyrarbæjar.