Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2018020315

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 19.02.2018

Kynntar reglur um leikskólaþjónustu.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar reglur um leikskólaþjónustu með lítilsháttar breytingum varðandi opnunartíma.

Fræðsluráð - 2. fundur - 21.01.2019

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu lagðar fram til umræðu.

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla sat fundinn undir þessum lið.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum um leikskólaþjónustu.

Fræðsluráð - 18. fundur - 28.10.2019

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu hjá Akureyrarbæ lagðar fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 6 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 28. október 2019:

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu hjá Akureyrarbæ lagðar fram til staðfestingar.

Fræðsluráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti breytingatillögurnar.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Eva Hrund Einarsdóttir (í þriðja sinn).

Borin upp tillaga Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista um að vísa reglunum aftur til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að vísa reglum um leikskólaþjónustu til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fræðsluráð - 20. fundur - 18.11.2019

Undir 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar frá 5. nóvember 2019 um ,,reglur um leikskólaþjónustu" var bókað: Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að vísa reglum um leikskólaþjónustu til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir reglur um leikskólaþjónustu sem samþykktar voru á fundi ráðsins 28. október 2019 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Þórhallur Harðarson D-lista greiðir atkvæði á móti.

Fræðsluráð - 32. fundur - 15.06.2020

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu lagðar fram til afgreiðslu.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Liður 1 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu lagðar fram til afgreiðslu.

Meirihluti fræðsluráðs staðfestir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu með fimm samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég samþykki reglurnar að undanskilinni reglunni um fjögurra vikna sumarlokun leikskóla, sem ég hefði viljað sjá sem tveggja vikna sumarlokun.