Skólaleikur

Málsnúmer 2018020316

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 19.02.2018

Farið var yfir stöðu verkefnisins Skólaleiks sem var samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um fyrirkomulag leikskólastarfs hjá elsta árgangi leikskólans frá því að sumarleyfi lýkur og fram að skólabyrjun grunnskólans. Haustið 2017 var tilraun gerð með verkefnið sem var sett á fót í þeim tilgangi að flýta fyrir innritun í leikskólana.
Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið, hvernig til tókst og jákvæðum viðbrögðum vegna þess.

Fræðsluráð - 11. fundur - 07.05.2018

Farið var yfir stöðu mála við undirbúning skólaleiks haustið 2018.

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar og Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerðu grein fyrir skráningum í Skólaleik og hvernig staðið verður að framkvæmdinni.

Fræðsluráð - 24. fundur - 20.01.2020

Viðauki vegna Skólaleiks lagður fram til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir að verkefninu Skólaleik verði hætt og verður það því ekki starfrækt í ágúst nk. Ráðið leggur ríka áhersla á að aðlögun verðandi 1. bekkinga verði áfram sinnt eins og best verður á kosið með skipulegu starfi.Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að ræða við aðila um skipulag samstarfs milli leik- og grunnskóla og kynna fyrirkomulag fyrir ráðinu.Þær u.þ.b. 10 milljónir kr. sem ráðgert var að leggja í verkefnið verða bakfærðar af þeim sjö grunnskólum sem starfræktu Skólaleik. Forstöðumanni rekstrar er falið að framkvæma þá breytingu í samráði við sviðsstjóra fjársýslusviðs.

Fræðsluráð vísar viðaukanum til bæjarráðs.