Ytra mat á leikskólum 2017

Málsnúmer 2016100150

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 1. fundur - 16.01.2017

Menntamálastofnun hefur samþykkt að gera ytra mat á leikskólanum Lundarseli á árinu 2017.

Fræðsluráð - 14. fundur - 04.09.2017

Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Lundarseli fór yfir helstu niðurstöður ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytis á leikskólanum Lundarseli.

Fræðsluráð þakkar Björgu fyrir greinargóða yfirferð á ytra mati leikskólans. Skýrsla um ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis á leikskólanum Lundarseli verður birt á heimasíðu leikskólans Lundarsels.