Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

Málsnúmer 2017010168

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 1. fundur - 16.01.2017

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu mála.Lagt fram til kynningar.

Frá áramótum hefur myndast biðlisti eftir dagvistun hjá dagforeldrum. Reynt hefur verið að bregðast við þessu með því að fjölga dagforeldrum og gert er ráð fyrir að fjölga núna strax um fjóra og að auki liggja nú inni tvær umsóknir um dagforeldrastarf.Í fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að dvöl 5 ára barna í leikskóla ljúki við sumarlokun og foreldrar sem það kjósa geti fengið áframhaldandi þjónustu innan grunnskólans fram að hefðbundinni skólabyrjun. Börnin byrja því í sínum grunnskóla þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi. Þetta er samstarf milli leik- og grunnskólanna og verið er að skipuleggja þetta nánar.

Þessi breyting mun hafa þau áhrif það verður hægt að bjóða einhverjum hluta barna sem fædd eru fyrri hluta ársins 2015 leikskóladvöl í byrjun júní og þau börn sem eru fædd seinni hluta ársins eiga að geta hafið sína leikskóladvöl í ágúst.Í fjárhagsáætluninni er einnig gert ráð fyrir stöðugilda aukningu frá haustinu sem mun hafa þau áhrif að leikskólarnir geta tekið við fleiri börnum núna í haust en var síðast liðið haust.

Fræðsluráð - 7. fundur - 24.04.2017

Sesselja Sigurðardóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúar fóru yfir stöðu mála í innritun leikskólabarna fyrir haustið 2017.

Ljóst er að um 40 barna aukning hefur orðið í umsóknum um leikskólapláss fram yfir það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um er að ræða börn fædd á árunum 2012-2015 sem eru að flytja í bæinn.
Búið er að bjóða öllum börnum sem fædd eru 2012-2015 leikskólapláss og þeim börnum sem fædd eru í janúar 2016. Áfram er verið að vinna að innritun barna sem fædd eru síðar.

Fræðsluráð - 13. fundur - 21.08.2017

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu mála í innritun í leikskóla og nýja leikskóladeild í Glerárskóla.

Fræðsluráð - 14. fundur - 04.09.2017

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs fóru yfir áætlanir um leikskólarými og innritanir fyrir haustið 2018.

Fræðsluráð - 17. fundur - 09.10.2017

Í upphafi fundar var farið í stutta heimsókn í nýja leikskóladeild í Glerárskóla, Lautina. Drífa Þórarinsdóttir deildarstjóri Lautarinnar sagði frá starfinu, en deildin heyrir undir leikskólann Tröllaborgir.
Fræðsluráð þakkar Drífu fyrir góða kynningu á starfseminni.

Fræðsluráð - 22. fundur - 18.12.2017

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á innritun í leikskóla og stöðu á málaflokknum.

Akureyrarbær hefur nú samið við Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um að fá að nýta þau leikskólapláss sem þar eru laus til að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þá sem geta nýtt sér það og draga þannig úr fjölda barna á biðlista. Þá verður áfram leitað leiða til mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra.