Fræðsluráð

7. fundur 24. apríl 2017 kl. 13:30 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
 • Dagný Þóra Baldursdóttir
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Baldvin Valdemarsson
 • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
 • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
 • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
 • Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Halldór Guðmann Karlsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Sigurður Freyr Sigurðarson fulltrúi grunnskólakennara
 • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Giljaskóli - lýsing og umferðarmál

2016120149

Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 23. mars 2017 um umferðaröryggi við Giljaskóla.
Fræðsluráð vill beina þeim tilmælum til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að bregðast við þeim tillögum um viðeigandi lausnir við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar sem fyrir liggja, til að tryggja öryggi barna við skólana sem allra mest. Vísað er í því tilliti til úttektar sem unnin var af fyrirtækinu Eflu árið 2015 um málið.

Þá minnir fræðsluráð á að enn á eftir að gera úttekt á umferðaröryggi við leikskóla bæjarins.

2.Rekstur fræðslumála 2017

2017040126

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir rekstur fræðslumála janúar - mars 2017.

3.Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

2017010168

Sesselja Sigurðardóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúar fóru yfir stöðu mála í innritun leikskólabarna fyrir haustið 2017.

Ljóst er að um 40 barna aukning hefur orðið í umsóknum um leikskólapláss fram yfir það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um er að ræða börn fædd á árunum 2012-2015 sem eru að flytja í bæinn.
Búið er að bjóða öllum börnum sem fædd eru 2012-2015 leikskólapláss og þeim börnum sem fædd eru í janúar 2016. Áfram er verið að vinna að innritun barna sem fædd eru síðar.

4.Fækkun leikskólarýma

2017040055

Erindi barst símleiðis í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 6. apríl sl. frá Jóhanni Gunnarssyni, kt. 160658-6149, þar sem hann gerði athugasemd við að verið sé að fækka leikskólarýmum þegar það vantar í raun pláss fyrir börn í leikskóla.

Þegar leikskólaplássum var fækkað var gert ráð fyrir að hægt yrði að innrita sama aldurshóp og frá árinu áður. Óvænt fjölgun leikskólabarna á Akureyri síðustu mánuði hefur haft áhrif á þá stöðu (sjá lið. 3).5.Vegvísir við bókun í kjarasamningi grunnskólakennara

2017010222

Kristrún Lind Birgisdóttir verkefnisstjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu á vinnu við bókun í kjarasamningi grunnskólakennara.

Vinnan gengur vel og samkvæmt áætlun.

6.Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

2017030172

Ljóst er að bæði leik- og grunnskólabörnum hefur fjölgað umfram það sem áætlanir gera ráð fyrir.

Þá hefur mat á sérkennsluþörf vaxið verulega frá því það var gert við undirbúning síðustu fjárhagsáætlunar. Þetta þýðir að sú tímaúthlutun sem áætluð hafði verið fyrir haustið 2017 í grunnskólum nægir ekki. Þá er þörf fyrir meira kennslustundamagn til að mæta sérúrræðum.

Nauðsynlegt er að bregðast við og óska eftir aukningu í úthlutun á kennslukvóta.
Kynnt.

Fundi slitið - kl. 16:00.