Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

Málsnúmer 2017030172

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 20.03.2017

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir hugleiðingar um úthlutun kennslustunda til grunnskóla haustið 2017.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 7. fundur - 24.04.2017

Ljóst er að bæði leik- og grunnskólabörnum hefur fjölgað umfram það sem áætlanir gera ráð fyrir.

Þá hefur mat á sérkennsluþörf vaxið verulega frá því það var gert við undirbúning síðustu fjárhagsáætlunar. Þetta þýðir að sú tímaúthlutun sem áætluð hafði verið fyrir haustið 2017 í grunnskólum nægir ekki. Þá er þörf fyrir meira kennslustundamagn til að mæta sérúrræðum.

Nauðsynlegt er að bregðast við og óska eftir aukningu í úthlutun á kennslukvóta.
Kynnt.

Fræðsluráð - 8. fundur - 08.05.2017

Ljóst er að þörf er fyrir aukningu í kennslustundaúthlutun frá og með hausti 2017. Ástæðan er aukið mat á sérkennsluþörf og fjölgun nemenda.

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði gerði grein fyrir í hverju þörfin er fólgin og fór yfir meðfylgjandi minnisblað.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs og forstöðumanni reksturs fræðslusviðs að ganga frá tillögu um viðauka út frá fyrirliggjandi forsendum til að leggja fyrir fræðsluráð á næsta fundi.

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir tillögu að viðauka vegna aukningar kennslustundakvóta og aukið stöðuhlutfall námsráðgjafa við Oddeyrarskóla fyrir tímabilið ágúst-desember 2017. Kostnaður við aukninguna er áætlaður 22 milljónir króna.
Fræðsluráð vísar tillögu að viðauka að upphæð 22 milljónir króna til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3557. fundur - 01.06.2017

8. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir tillögu að viðauka vegna aukningar kennslustundakvóta og aukið stöðuhlutfall námsráðgjafa við Oddeyrarskóla fyrir tímabilið ágúst-desember 2017. Kostnaður við aukninguna er áætlaður 22 milljónir króna.

Fræðsluráð vísar tillögu að viðauka að upphæð 22 milljónir króna til bæjarráðs.

Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 22 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna hennar og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda var lögð fram til kynningar á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í grunnskólum.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Skv. 5. grein reglna um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fylgir gátlisti vegna jafnréttismats.
Silja Dögg Baldursdóttir mætti til fundar kl. 13:52.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

1. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 30. apríl 2018:

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda var lögð fram til kynningar á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í grunnskólum.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs. Skv. 5. grein reglna um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fylgir gátlisti vegna jafnréttismats.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 34 milljónir króna vegna fjölgunar nemenda og barna með sérþarfir.