Giljaskóli - lýsing og umferðarmál

Málsnúmer 2016120149

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 7. fundur - 24.04.2017

Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 23. mars 2017 um umferðaröryggi við Giljaskóla.
Fræðsluráð vill beina þeim tilmælum til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að bregðast við þeim tillögum um viðeigandi lausnir við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar sem fyrir liggja, til að tryggja öryggi barna við skólana sem allra mest. Vísað er í því tilliti til úttektar sem unnin var af fyrirtækinu Eflu árið 2015 um málið.

Þá minnir fræðsluráð á að enn á eftir að gera úttekt á umferðaröryggi við leikskóla bæjarins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á innkeyrslum við Giljaskóla ásamt frumkostnaðaráætlun dagsettri 14. júní 2017.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasvið sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi við Giljaskóla vegna umferðaröryggismála. Meðfylgjandi eru teikningar og kostnaðarmat.

Á fundinn komu Víkingur Guðmundsson og Steindór Ívar Ívarsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og kynntu málið.
Skipulagsráð þakkar Víkingi og Steindóri fyrir kynninguna.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem skóla- og nemendaráð Giljaskóla óska eftir því við bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að bætt verði úr lýsingu og umferðaröryggismálum við Giljaskóla, leikskólann Kiðagil og Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi á fundi 28. júní 2017.

Tillagan er dagsett 18. október 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3426. fundur - 19.12.2017

12. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. desember 2017:

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem skóla- og nemendaráð Giljaskóla óska eftir því við bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að bætt verði úr lýsingu og umferðaröryggismálum við Giljaskóla, leikskólann Kiðagil og Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi á fundi 28. júní 2017.

Tillagan er dagsett 18. október 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis. Í breytingunni felst að aðkomu að Giljaskóla og bílastæðum innan lóðar er breytt til að bæta umferðarflæði og auka öryggi. Tillagan var auglýst frá 10. janúar til 21. febrúar 2018 og barst ein athugasemd, frá skólastjóra og deildarstjóra sérdeildar Giljaskóla. Er þar óskað eftir að rýnt verði betur í deiliskipulagið m.t.t. þarfa þeirra sem eru í hjólastólum.
Afgreiðslu er frestað og málinu vísað til umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs.