Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á aðalskipulagi við Vestursíðu

Málsnúmer 2010090164

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. október 2010:
Með vísun til bókunar skipulagsnefndar frá 29. september 2010 (SN100099) leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna nýs stofnanasvæðis við Vestursíðu. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni, dags. 8. september 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3295. fundur - 21.12.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. desember 2010:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var auglýst þann 5. nóvember 2010 í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu og þann 10. nóvember 2010 í Dagskránni. Samhliða var auglýst nýtt deiliskipulag við Vestursíðu. Athugasemdafrestur var til 17. desember 2010.
Engin athugasemd barst. Umsögn barst frá Hörgársveit dags. 24. nóvember 2010 og var engin athugasemd gerð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.