Kattahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2010110078

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 222. fundur - 19.11.2010

Tekin fyrir drög að nýrri samþykkt um kattahald.
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdaráð - 223. fundur - 10.12.2010

Tekin fyrir að nýju drög að samþykkt um kattahald. Frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs þann 19. nóvember sl.
Bæjarfulltrúi A-lista, Sigurður Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3295. fundur - 21.12.2010

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 10. desember 2010:
Tekin fyrir að nýju drög að samþykkt um kattahald. Frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs þann 19. nóvember sl.
Bæjarfulltrúi A-lista, Sigurður Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað til frekari yfirferðar í framkvæmdaráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Framkvæmdaráð - 225. fundur - 14.01.2011

Lögð fram til 2. umræðu drög að endurskoðaðri Samþykkt um kattahald.

Afgreiðslu frestað.

Framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.02.2011

Lögð fram til annarar umræðu ný samþykkt um kattahald.
Sverrir Thorstensen mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3299. fundur - 01.03.2011

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. febrúar 2011:
Lögð fram til annarar umræðu ný samþykkt um kattahald.
Sverrir Thorstensen mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu um að 1. málsgrein í 2. grein falli út og í staðinn komi:

"Lausaganga katta er bönnuð á Akureyri."

Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista sat hjá við afgreiðslu

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu um að 1. málsgrein í 2. grein falli út og í staðinn komi:

"Lausaganga katta er bönnuð á Akureyri á tímabilinu 1. maí til 1. júlí ár hvert."

Tillagan var borin upp og felld með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.