Bæjarstjórn

3543. fundur 19. mars 2024 kl. 16:00 - 18:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Heimir Örn Árnason
 • Hlynur Jóhannsson
 • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
 • Jón Hjaltason
 • Gunnar Már Gunnarsson
 • Andri Teitsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Hulda Elma Eysteinsdóttir
 • Lára Halldóra Eiríksdóttir
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Lausnarbeiðni

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Brynjólfs Ingvarssonar um að vera leystur frá störfum sem bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði út kjörtímabilið.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum - bæjarráð

Málsnúmer 2024030658Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar um breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Jón Hjaltason verði áheyrnarfulltrúi í stað Brynjólfs Ingvarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breytingar í nefndum - bæjarráð

Málsnúmer 2024030659Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar um breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Jóns Hjaltasonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. mars 2024:

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 26. febrúar 2024:

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025 og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð felur jafnframt forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að leggja fram minnisblað um nýtingu og reynslu úrræðisins fyrir bæjarstjórn. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur minnisblað um nýtingu og reynslu af reglum um heimgreiðslur.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025.

5.Reglur um frágang framkvæmda í bæjarlandinu

Málsnúmer 2023120857Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. mars 2024:

Liður 12 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. febrúar 2024:

Liður 14 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar verklagsreglur um yfirborðsfrágang vegna framkvæmda í bæjarlandinu.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til skipulagsráðs.

Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um frágang framkvæmda í bæjarlandinu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur vegna yfirborðsfrágangs í bæjarlandinu með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Lundargata 2-6 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121791Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.

Forsenda breytinga til samræmis við fyrirliggjandi gögn er að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda. Að mati ráðsins er erfitt, ef ekki ómögulegt, að úthluta lóðinni til annarra aðila vegna fyrirliggjandi lóðarsamninga sem gilda um Lundargötu 2 og Lundargötu 4b. Eru umsækjendur lóðarhafar þessara lóða.

Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn á lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjenda án auglýsingar þar sem greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn auk þess sem lagt verður á byggingarréttargjald til samræmis við nýlegar samþykkir þar um, t.d. Gránufélagsgötu 22.

Skipulagsráð frestar ákvörðun varðandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að veita vilyrði fyrir að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til lóðarhafa Lundargötu 2, 4b og 6 án auglýsingar. Er samþykkið með fyrirvara um að samkomulag náist um breytingu á skipulagi svæðisins er varðar afmörkun lóða til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn núgildandi deiliskipulags auk þess sem lagt verði á byggingarréttargjald upp á 5 milljónir króna til samræmis við nýlega samþykkt um byggingarréttargjald fyrir einbýlishúsalóð á Oddeyri.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarssonn B-lista greiða atkvæði gegn ákvörðun bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá.

7.Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023110413Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:

Auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 lauk 1. mars sl.

Á auglýsingartímanum bárust umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess að 2 athugasemdir bárust frá öðrum rekstraraðilum í syðsta hluta Hafnarstrætis. Er tillagan nú lögð fram með ósk um að gerð verði sú breyting frá auglýstri tillögu að heimilt verði að gera ráð fyrir allt að 518 fm kjallara undir Hafnarstræti 80 og 20 fm fyrir flóttastiga úr kjallara. Felur það í sér að nýtingarhlutfall hækkar úr 2,78 í 2,99. Jafnframt verða minniháttar breytingar á lóðamörkum sem felast í að lóð Hafnarstrætis 80-82 stækkar á kostnað Austurbrúar 10-18.

Að mati skipulagsráðs felur tillaga að breytingu á auglýstri tillögu ekki í sér grundvallarbreytingar þar sem eingöngu er verið að bæta við fermetrum í kjallara. Hefur sú breyting því ekki áhrif á útlit eða stærð mannvirkis séð frá öðrum hagsmunaaðilum en umsækjanda sjálfs. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum og að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.

Jón Hjaltason óháður og Sunna Hlín Jóhannesdótir B-lista óska bókað:

Mikil fjölgun gistirýma (hótel og íbúðir) er fyrirsjáanleg, ekki aðeins á umræddu svæði í kringum Hafnarstræti 80-82, heldur einnig víðar í miðbæ Akureyrar. Jafnramt stefnir þar í töluverða fækkun bílastæða. Ofanrituð hvetja því til að lagður verði grundvöllur að byggingu bílastæðahúss í þeim anda sem drepið er á í greinargerð um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (dags. 28. feb. 2018, bls. 115-116).

Andri Teitsson Kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 verði samþykkt með tilgreindum breytingum.


Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Jón Hjaltason óháður situr hjá.

8.Verkefni nefnda og ráða 2024 - skipulagsráð

Málsnúmer 2024030726Vakta málsnúmer

Umræða um helstu verkefni skipulagsráðs 2024.

Halla Björk Reynisdóttir formaður skipulagsráðs kynnti helstu verkefni skipulagsráðs 2024.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir sem lauk umræðu um helstu verkefni skipulagsráðs.

9.Móahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2023030859Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu framkvæmda í Móahverfi.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir sem lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista:

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi að óháðri úttekt á allri framkvæmd við Móahverfi og leggja fyrir bæjarráð lýsingu á verkbeiðni og kostnaðarmat fyrir lok maí þar sem stefnt yrði að gerð úttektar á haustmánuðum 2024.

Til máls tóku Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.

Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Gunnars Más Gunnarsson var borin upp til atkvæða. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarssonar, Hildu Jönu Gísladóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

Jón Hjaltason óháður sat hjá.


Bæjarfulltrúar L-lista, D-lista og M-lista óska bókað:

Við teljum þessa tillögu ekki tímabæra þar sem enn er ekki komið í ljós hvort að tafir verði á afhendingu lóða í Móahverfi. Okkur þykir ekki forsvaranlegt að fara í kostnaðarsama úttekt þegar ekki liggur fyrir hvort að tafir verði. Verði hinsvegar eitthvað til þess að ekki náist að afhenda lóðir á tilsettum tíma er sjálfsagt að skoða það hvort að ástæða sé til óháðrar úttektar.

10.Kjarasamningar 2024

Málsnúmer 2024030724Vakta málsnúmer

Rætt um aðkomu sveitarfélaga að nýgerðum kjarasamningum.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem lagði fram svofellda tillögu:

Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á því fyrirkomulagi sem lagt var til grundvallar aðkomu hins opinbera að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þá er ljóst að niðurstaða um langtímasamninga hefur náðst og markmið þeirra um að stuðla að minnkun verðbólgu, lækkunar vaxta sem og að auka kaupmátt heimila í landinu er mikilvæg. Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%. Einnig skuldbindur Akureyrarbær sig til þess að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess, frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Þá mun Akureyrarbær tryggja í húsnæðisáætlunum sínum og skipulagi nægt framboð byggingarsvæða og lóðir til skemmri og lengri tíma og hlutdeild í stofnkostnaði almennra íbúða, sem og að halda áfram því verkefni að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða og var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. og 14. mars 2024
Bæjarráð 7. mars 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 11. mars 2024
Skipulagsráð 12. mars 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 5. mars 2024
Velferðarráð 14. og 28. febrúar og 13. mars 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:45.