Kjarasamningar 2024

Málsnúmer 2024030724

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Rætt um aðkomu sveitarfélaga að nýgerðum kjarasamningum.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem lagði fram svofellda tillögu:

Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á því fyrirkomulagi sem lagt var til grundvallar aðkomu hins opinbera að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þá er ljóst að niðurstaða um langtímasamninga hefur náðst og markmið þeirra um að stuðla að minnkun verðbólgu, lækkunar vaxta sem og að auka kaupmátt heimila í landinu er mikilvæg. Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%. Einnig skuldbindur Akureyrarbær sig til þess að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess, frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Þá mun Akureyrarbær tryggja í húsnæðisáætlunum sínum og skipulagi nægt framboð byggingarsvæða og lóðir til skemmri og lengri tíma og hlutdeild í stofnkostnaði almennra íbúða, sem og að halda áfram því verkefni að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða og var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.