Lundargata 2-6 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121791

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 419. fundur - 12.03.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.
Forsenda breytinga til samræmis við fyrirliggjandi gögn er að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda. Að mati ráðsins er erfitt, ef ekki ómögulegt, að úthluta lóðinni til annarra aðila vegna fyrirliggjandi lóðarsamninga sem gilda um Lundargötu 2 og Lundargötu 4b. Eru umsækjendur lóðarhafar þessara lóða.


Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda án auglýsingar þar sem greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn auk þess sem lagt verður á byggingarréttargjald til samræmis við nýlegar samþykkir þar um, t.d. Gránufélagsgötu 22.


Skipulagsráð frestar ákvörðun varðandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.

Forsenda breytinga til samræmis við fyrirliggjandi gögn er að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda. Að mati ráðsins er erfitt, ef ekki ómögulegt, að úthluta lóðinni til annarra aðila vegna fyrirliggjandi lóðarsamninga sem gilda um Lundargötu 2 og Lundargötu 4b. Eru umsækjendur lóðarhafar þessara lóða.

Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn á lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjenda án auglýsingar þar sem greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn auk þess sem lagt verður á byggingarréttargjald til samræmis við nýlegar samþykkir þar um, t.d. Gránufélagsgötu 22.

Skipulagsráð frestar ákvörðun varðandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að veita vilyrði fyrir að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til lóðarhafa Lundargötu 2, 4b og 6 án auglýsingar. Er samþykkið með fyrirvara um að samkomulag náist um breytingu á skipulagi svæðisins er varðar afmörkun lóða til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn núgildandi deiliskipulags auk þess sem lagt verði á byggingarréttargjald upp á 5 milljónir króna til samræmis við nýlega samþykkt um byggingarréttargjald fyrir einbýlishúsalóð á Oddeyri.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarssonn B-lista greiða atkvæði gegn ákvörðun bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóðar 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b. Þá liggur fyrir að bæjarstjórn hefur samþykkt að úthluta lóð Lundargötu 4 til umsækjanda með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimilia umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi í samráði við skipulagsfulltrúa. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grennarkynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að réttara hefði verið að taka tillit til ábendinga Minjastofnunar um útlit Lundagötu 6b til að viðhalda yfirbragði hússins og virða þannig menningarsögulegt gildi byggðarinnar á þessu svæði.

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða 2-6 við Lundargötu. Deiliskipulagsbreytingin var í kynningu frá 8. ágúst til 5. september sl. Á kynningartíma bárust 2 umsagnir, frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands, og eru þær meðfyljandi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar án breytinga frá þeirri tillögu sem var grenndarkynnt. Að mati ráðsins hefur endurgerð húsa við Lundargötu 2 og 6 tekist vel til auk lagfæringa á umhverfi þeirra. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá árinu 1997 er gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús á lóð nr. 4 upp við götu en að bakhús á lóð 4 og 6 verði fjarlægð. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er ekki lengur gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús á lóð 4 en í staðinn er miðað við að bæði bakhúsin verði endurbyggð og telur skipulagsráð það góða og raunhæfa lausn á uppbyggingu svæðisins þó svo að það sé að hluta í ósamræmi við þær hugmyndir sem settar voru fram fyrir tæpum 30 árum síðan.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.