Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:
Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.
Forsenda breytinga til samræmis við fyrirliggjandi gögn er að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda. Að mati ráðsins er erfitt, ef ekki ómögulegt, að úthluta lóðinni til annarra aðila vegna fyrirliggjandi lóðarsamninga sem gilda um Lundargötu 2 og Lundargötu 4b. Eru umsækjendur lóðarhafar þessara lóða.
Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn á lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjenda án auglýsingar þar sem greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn auk þess sem lagt verður á byggingarréttargjald til samræmis við nýlegar samþykkir þar um, t.d. Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð frestar ákvörðun varðandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Til máls tóku Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.