Græni trefillinn - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023030017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 398. fundur - 15.03.2023

Erindi dagsett 28. febrúar 2023 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun skógræktar- og landgræðslusvæðis SL7 (Græni trefillinn). Stækkunin telur 15 ha og nær til svæðis sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð telur mikilvægt að hugað verði að samspili Græna trefilsins og framtíðarbyggingarlandi sveitarfélagsins. Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um nánari útfærslu tillögunnar.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landslags teiknistofu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun skógræktar- og landgræðslusvæðis SL7 (Græni trefillinn). Fyrirhuguð stækkun telur 8 ha og nær til svæðis sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. mars sl. Þá var sótt um stækkun SL7 um 15 ha. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um nánari útfærslu tillögunnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. júní 2023:

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landslags teiknistofu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun skógræktar- og landgræðslusvæðis SL7 (Græni trefillinn). Fyrirhuguð stækkun telur 8 ha og nær til svæðis sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. mars sl. Þá var sótt um stækkun SL7 um 15 ha. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um nánari útfærslu tillögunnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati bæjarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða aðlögun græna trefilsins sem umlykur bæinn að nýju Móahverfi með því markmiði að skapa heildstætt kerfi skóglendis með útivistaraðstöðu og gönguleiðum.