Landsnet - kerfisáætlun 2023-2032

Málsnúmer 2023060501

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi Landsnets dagsett 11. maí 2023 þar sem minnt er á að Kerfisáætlun Landsnets ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu er í opnu umsagnarferli til 30. júní nk.
Skipulagsráð vísar umsögn um kerfisáætlun til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. júní 2023:

Erindi Landsnets dagsett 11. maí 2023 þar sem minnt er á að Kerfisáætlun Landsnets ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu er í opnu umsagnarferli til 30. júní nk.

Skipulagsráð vísar umsögn um kerfisáætlun til umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða umsögn og felur skipulagsfulltrúa að senda hana inn.