Bæjarstjórn - áætlun um um fundi 2022

Málsnúmer 2022060869

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3513. fundur - 21.06.2022

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2022.
Bæjarstjórn samþykkir fundaáætlun bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2023.
Bæjarstjórn samþykkir áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2023 samhljóða með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 3. janúar næstkomandi verði felldur niður og verði fyrsti fundur ársins 2023 þann 17. janúar í samræmi við áður samþykkta fundaáætlun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3526. fundur - 21.03.2023

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 4. apríl næstkomandi verði felldur niður.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 2023:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2023 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 7. nóvember næstkomandi verði felldur niður en í staðinn verði haldinn fundur 31. október næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Breytingin er til komin vegna fjárhagsáætlunarferlis, en fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 er á dagskrá bæjarstjórnar 31. október næstkomandi.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2024.
Bæjarstjórn samþykkir áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2024 samhljóða með 11 atkvæðum. Bæjarstjórn samþykkir í samræmi við fundaáætlunina og 8 gr. samþykkar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021 að fella niður fyrri reglulegan fund bæjarstjórnar í janúar sem ber upp á fyrsta virka dag ársins. Jafnframt er samþykkt að fella niður fyrri reglulegan fund aprílmánaðar sem ber upp á fyrsta virka dag eftir páska. Í júlí og ágúst tekur bæjarstjórn fundarhlé. Þá er ennfremur samþykkt að fella niður fyrri reglulegan fund nóvembermánaðar og bæta í staðinn við fundi í lok október svo hægt verði að taka fjárhagsáætlun til fyrri umræðu fyrir 1. nóvember 2024.