Bæjarstjórn

3526. fundur 21. mars 2023 kl. 16:00 - 16:49 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista.

Forseti leitar í upphafi fundar afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að við bætast fjórir dagskrárliðir, númer 1 til 4, sem varða breytingar í nefndum, þ.e. í velferðarráði, ársþingi SSNE og heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Borið upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

1.Breytingar í nefndum 2022-2026 - velferðarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Birgir Torfason verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Tinnu Guðmundsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannesson M-lista situr hjá.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - ársþing SSNE

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa á ársþing SSNE. Brynjólfur Ingvarsson verði aðalfulltrúi í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannesson M-lista situr hjá.

3.Breytingar í nefndum 2022-2026 - ársþing SSNE

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa á ársþing SSNE. Jón Hjaltason verði varafulltrúi í stað Tinnu Guðmundsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannesson M-lista situr hjá.

4.Breytingar í nefndum 2022-2026 - heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Skarphéðinn Birgisson verði aðalmaður í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannesson M-lista situr hjá.

5.Bæjarstjórn - áætlun um um fundi 2022-2026

Málsnúmer 2022060869Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 4. apríl næstkomandi verði felldur niður.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. mars 2023:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

Viðaukinn er að mestu til kominn vegna framkvæmda við Rósenborg, nýrrar launatöflu í kjarasamningum, rekstrarstyrks til Iðnaðarsafnsins og viðbótarframlaga til Menningarfélags Akureyrar. Útsvarstekjuáætlun sveitarfélagsins er einnig endurmetin með tilliti til nýrra kjarasamninga og þá er samhliða gerð tilfærsla innan fræðslumála sem felur ekki í sér útgjaldaaukningu. Áhrif viðaukans á rekstrar- og efnahagsreikning samstæðunnar er 31,4 milljónir króna og er mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022011232Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um styrkveitingar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 2022110134Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. mars 2023:

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaga um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti. Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðan samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Mikilvægt er að sem fyrst verði komið á sameiginlegum fundi með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og í framhaldinu verði tekið upp samtal við nágrannasveitarfélögin um sameiginlegar áskoranir og mögulegar lausnir.

9.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Umræða um framtíðarskipulag Akureyrarvallar.

Málshefjandi er Hilda Jana Gísladóttir. Til máls tóku Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannesson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Meirihlutinn óskar bókað:

Mikil uppbygging er að fara af stað á miðbæjarsvæðinu og í starfsáætlun skipulagsráðs er gert ráð fyrir að farið verði í hugmyndasamkeppni um Akureyrarvöll. Vinna við það hefur dregist, meðal annars vegna manneklu og mikilla anna í öðrum verkefnum. Fyrir liggur að halda kynningarfund um skipulagsmál á vormánuðum og opna fyrir betra Ísland þar sem íbúum gefst þá kostur á að koma á framfæri hugmyndum sínum að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppnina.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað:

Áður en lengra er haldið skal gerð almenn skoðanakönnun meðal Akureyringa og spurt hvort þeir vilji að íþróttasvæðið við Hólabraut verði nýtt til þéttingar byggðar eða varðveitt sem almennt útivistarsvæði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Það er einkennandi fyrir framtaksleysi meirihlutans að ennþá hafi ekkert verið aðhafst vegna undirbúnings við uppbyggingu á svæði Akureyrarvallar. Úr því sem komið er eru allar líkur á að engar framkvæmdir hefjist á svæðinu á þessu kjörtímabili. Mikilvægt er að vinna án frekari tafa að nýtingu þessa verðmæta byggingarlands, sem gæti skipt bæði atvinnu- og mannlíf miku máli. Þá ætti að skoða alvarlega þann valkost að setja Glerárgötuna í stokk miðsvæðis, með framkvæmd á kostnaðargreiningu sem og viðræðum við Vegagerðina.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 16. mars 2023
Bæjarráð 9. og 16. mars 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 13. mars 2023
Skipulagsráð 15. mars 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. mars 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:49.