Bæjarstjórn

3516. fundur 04. október 2022 kl. 16:00 - 18:09 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Andri Teitsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. september 2022 frá Brynjólfi Ingvarssyni bæjarfulltrúa þar sem hann gerir grein fyrir því að hann hafi sagt sig úr Flokki fólksins. Hyggst hann sitja áfram í bæjarstjórn Akureyrarbæjar sem óflokksbundinn fulltrúi.

Brynjólfur Ingvarsson kynnti erindið.

2.Tryggvabraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. september 2022:

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Eflu verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl. Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað til næsta fundar ráðsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum sem fram koma í meðfylgjandi skjali. Þá leggur skipulagsráð til við nafnanefnd að hún leggi fram tillögur að heiti á götu sem merkt er A-stígur á skipulagsuppdrætti.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tók til máls Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. september 2022:

Lögð fram endurbætt tillaga Verkís verkfræðistofu og Form ráðgjafar að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes. Tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi sem felst í minniháttar stækkun á iðnaðarsvæði.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felst í lítilsháttar stækkun á iðnaðarsvæði I8B og að málsmeðferð verði óveruleg aðalskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga og að hún verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga.

4.Fjárlagafrumvarp 2023

Málsnúmer 2022091352Vakta málsnúmer

Umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 og áhrif þess á Akureyri og nágrenni.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að tryggja mannréttindi og þjónustu við fatlað fólk og skorar því á ríkisstjórnina að fullfjármagna þjónustuna, en ætla má að hallinn í málaflokknum nemi nú um 12-13 milljörðum króna á landsvísu og að hlutur Akureyrarbæjar verði á árinu sem er að líða rúmar 800 milljónir.



Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir miklum áhyggjum yfir því að til standi að skerða framlög til embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og að uppsafnaður vandi Sjúkrahússins á Akureyri sé ekki leystur.



Þá hvetur bæjarstjórnin til þess að lögð verði fram fjármögnuð aðgerðaáætlun sem styðji við svæðisbundið hlutverk Akureyrarbæjar og að aukið fjármagn verði sett í sóknaráætlun landshlutans.

5.Áhrif óveðurs 2022

Málsnúmer 2022091354Vakta málsnúmer

Rætt um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.
Bæjarstjórn felur skipulagsráði og umhverfis- og mannvirkjaráð að leggja fram tillögu um með hvaða hætti best sé að kortleggja helstu áhættuþætti vegna loftslagsbreytinga og leiðir til aðlögunar. Horft verði sérstaklega til hækkunar yfirborðs sjávar, úrkomu og flóða, ofsaveðurs og fárviðris, lífríkis og gróðurfars.

Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er og að unnin verði sérstök viðbragðsáætlun vegna mögulegra flóða. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgja málunum eftir.

6.Almenningssamgöngur á Akureyri - framtíðarsýn

Málsnúmer 2022100211Vakta málsnúmer

Umræða um almenningssamgöngur á Akureyri.

Málshefjandi var Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og leggur til svofellda tillögu að bókun:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að hækka þjónustustig SVA, að útfærsla á nýju leiðaneti liggi fyrir ekki síðar en í nóvember á þessu ári og að gert sé ráð fyrir fjármögnun breytinganna í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Þá tóku til máls Gunnar Líndal Sigurðsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Andri Teitsson.

Þá tók til máls Gunnar Líndal Sigurðsson að nýju og lagði fram svofellda tillögu að bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar telur að greina þurfi betur kostnað við nýtt leiðakerfi strætó áður en til innleiðingar kemur. Ein af forsendum fyrir endurskoðun á leiðakerfinu var að kostnaður myndi ekki aukast. Dregist hefur að koma á talningarkerfi sem við teljum að gæti gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem liggja ættu til grundvallar breytinga á leiðakerfi. Æskilegt er að meta í samhengi kolefnisspor við rekstur strætisvagnakerfis í samanburði við aðra samgöngumáta svo sem með einkabíl, reiðhjóli, hlaupahjóli og fótgangandi. Meirihluti bæjarstjórnar telur mikilvægt að sem fyrst liggi fyrir hvar koma skuli fyrir vinnuaðstöðu bílstjóra strætó og felur umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögur fyrir 1. desember 2022.

Þá tók til máls Heimir Örn Árnson.
Tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur var borin upp til atkvæða:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að hækka þjónustustig SVA, að útfærsla á nýju leiðaneti liggi fyrir ekki síðar en í nóvember á þessu ári og að gert sé ráð fyrir fjármögnun breytinganna í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Fjórir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni gegn sex atkvæðum meirihlutans. Sunna Hlíf Jóhannesdóttir sat hjá. Tillagan var felld.

Tillaga Gunnars Líndal Sigurðssonar var borin upp til atkvæða:

Meirihluti bæjarstjórnar telur að greina þurfi betur kostnað við nýtt leiðakerfi strætó áður en til innleiðingar kemur. Ein af forsendum fyrir endurskoðun á leiðakerfinu var að kostnaður myndi ekki aukast. Dregist hefur að koma á talningarkerfi sem við teljum að gæti gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem liggja ættu til grundvallar breytinga á leiðakerfi. Æskilegt er að meta í samhengi kolefnisspor við rekstur strætisvagnakerfis í samanburði við aðra samgöngumáta svo sem með einkabíl, reiðhjóli, hlaupahjóli og fótgangandi. Meirihluti bæjarstjórnar telur mikilvægt að sem fyrst liggi fyrir hvar koma skuli fyrir vinnuaðstöðu bílstjóra strætó og felur umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögur fyrir 1. desember 2022.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Sunna Hlín Jóhannesdóttir sat hjá.

7.Þjónusta í Nausta- og Hagahverfi

Málsnúmer 2022091420Vakta málsnúmer

Umræða um uppbyggingu þjónustu í Nausta- og Hagahverfi.

Málshefjandi var Gunnar Már Gunnarsson sem lagði fram svofellda bókun:

Bæjarstjórn telur að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.

Í umræðum tóku til máls Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.

8.Stuðningur við starfsemi Frú Ragnheiðar

Málsnúmer 2022090772Vakta málsnúmer

Umræða um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem óskaði eftir svofelldri bókun:

Frú Ragnheiður er samfélagslega þarft verkefni sem þjónustar einstaklinga með erfiðan fíknivanda, veitir heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samningar við Sjúkratryggingar Íslands náist um verkefnið til framtíðar. Bæjarstjórn telur jafnframt að Akureyrarbær, auk annarra sveitarfélaga í Eyjafirði ættu að koma samhliða að stuðningi við starfsemina.

Í umræðum tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hlynur Jóhannesson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða:

Frú Ragnheiður er samfélagslega þarft verkefni sem þjónustar einstaklinga með erfiðan fíknivanda, veitir heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samningar við Sjúkratryggingar Íslands náist um verkefnið til framtíðar. Bæjarstjórn telur jafnframt að Akureyrarbær, auk annarra sveitarfélaga í Eyjafirði ættu að koma samhliða að stuðningi við starfsemina.

Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum. Hlynur Jóhannesson sat hjá.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. og 29. september 2022
Bæjarráð 22. september 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 19. september 2022
Skipulagsráð 28. september 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 20. september 2022
Velferðarráð 14. og 28. september 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:09.