Almenningssamgöngur á Akureyri - framtíðarsýn

Málsnúmer 2022100211

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Umræða um almenningssamgöngur á Akureyri.

Málshefjandi var Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og leggur til svofellda tillögu að bókun:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að hækka þjónustustig SVA, að útfærsla á nýju leiðaneti liggi fyrir ekki síðar en í nóvember á þessu ári og að gert sé ráð fyrir fjármögnun breytinganna í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Þá tóku til máls Gunnar Líndal Sigurðsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Andri Teitsson.

Þá tók til máls Gunnar Líndal Sigurðsson að nýju og lagði fram svofellda tillögu að bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar telur að greina þurfi betur kostnað við nýtt leiðakerfi strætó áður en til innleiðingar kemur. Ein af forsendum fyrir endurskoðun á leiðakerfinu var að kostnaður myndi ekki aukast. Dregist hefur að koma á talningarkerfi sem við teljum að gæti gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem liggja ættu til grundvallar breytinga á leiðakerfi. Æskilegt er að meta í samhengi kolefnisspor við rekstur strætisvagnakerfis í samanburði við aðra samgöngumáta svo sem með einkabíl, reiðhjóli, hlaupahjóli og fótgangandi. Meirihluti bæjarstjórnar telur mikilvægt að sem fyrst liggi fyrir hvar koma skuli fyrir vinnuaðstöðu bílstjóra strætó og felur umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögur fyrir 1. desember 2022.

Þá tók til máls Heimir Örn Árnson.
Tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur var borin upp til atkvæða:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að hækka þjónustustig SVA, að útfærsla á nýju leiðaneti liggi fyrir ekki síðar en í nóvember á þessu ári og að gert sé ráð fyrir fjármögnun breytinganna í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Fjórir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni gegn sex atkvæðum meirihlutans. Sunna Hlíf Jóhannesdóttir sat hjá. Tillagan var felld.

Tillaga Gunnars Líndal Sigurðssonar var borin upp til atkvæða:

Meirihluti bæjarstjórnar telur að greina þurfi betur kostnað við nýtt leiðakerfi strætó áður en til innleiðingar kemur. Ein af forsendum fyrir endurskoðun á leiðakerfinu var að kostnaður myndi ekki aukast. Dregist hefur að koma á talningarkerfi sem við teljum að gæti gefið okkur mikilvægar upplýsingar sem liggja ættu til grundvallar breytinga á leiðakerfi. Æskilegt er að meta í samhengi kolefnisspor við rekstur strætisvagnakerfis í samanburði við aðra samgöngumáta svo sem með einkabíl, reiðhjóli, hlaupahjóli og fótgangandi. Meirihluti bæjarstjórnar telur mikilvægt að sem fyrst liggi fyrir hvar koma skuli fyrir vinnuaðstöðu bílstjóra strætó og felur umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögur fyrir 1. desember 2022.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Sunna Hlín Jóhannesdóttir sat hjá.