Þjónusta í Nausta- og Hagahverfi

Málsnúmer 2022091420

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Umræða um uppbyggingu þjónustu í Nausta- og Hagahverfi.

Málshefjandi var Gunnar Már Gunnarsson sem lagði fram svofellda bókun:

Bæjarstjórn telur að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.

Í umræðum tóku til máls Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.

Öldungaráð - 22. fundur - 12.10.2022

Umræða um uppbyggingu þjónustu í Nausta- og Hagahverfi.

Bæjarstjórn bókaði eftirfarandi á fundi sínum 4. október:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.
Öldungaráð tekur heilshugar undir ályktun bæjarstjórnar og er spennt fyrir komandi samtali og samráði.