Bæjarstjórn

3489. fundur 16. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. febrúar 2021:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

2.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ - endurskoðun - fyrri umræða

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. febrúar 2021:

Endurskoðuð lögreglusamþykkt lögð fram til afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar breytingum á lögreglusamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti endurskoðaða lögreglusamþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa breytingum á lögreglusamþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100222Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. febrúar 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi sem auglýst var samhliða. Var aðalskipulagsbreytingin auglýst 19. desember 2020 með athugasemdafresti til 1. febrúar 2021. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Hörgársveit, Minjastofnun, Norðurorku og ungmennaráði. Fyrir liggur tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu og feli sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt að tillaga að svörum um efni athugasemdar og umsagna verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum um efni athugasemdar og umsagna.

4.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. febrúar 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nær til svæðis suðvestan og norðaustan við Krossanesbraut, frá Undirhlíð og norður að Hlíðarbraut. Var deiliskipulagstillagan auglýst frá 19. desember 2020 til 1. febrúar 2021, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðsins auk breytinga á afmörkun tveggja aðliggjandi deiliskipulagssvæða. Bárust 6 athugasemdabréf auk umsagna frá umhverfis- og mannvirkjasviði, Norðurorku, Vegagerðinni og Minjastofnun. Er tillagan lögð fram með nokkrum minniháttar breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma. Einnig er lögð fram tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingum sem tilgreind eru í gögnum og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku þess. Jafnframt að svör við efni athugasemda og umsagna verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, deiliskipulag Holtahverfis norður sem nær til svæðis suðvestan og norðaustan við Krossanesbraut, frá Undirhlíð og norður að Hlíðarbraut, með nokkrum minniháttar breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að sjá um gildistöku þess. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn svör við efni athugasemda og umsagna.

5.Holtahverfi - Sandgerðisbót - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020120442Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. febrúar 2021:

Lögð fram að lokinnni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í breytingu á skipulagsmörkum. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan með minniháttar breytingu verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í breytingu á skipulagsmörkum, með minniháttar breytingu, og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar.

6.Holtahverfi - Stórholt - Lyngholt - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020120443Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. febrúar 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts sem felst í breytingu á skipulagsmörkum. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts sem felst í breytingu á skipulagsmörkum og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar.

7.Rekstur hjúkrunarheimila

Málsnúmer 2020110359Vakta málsnúmer

Rætt um rekstur hjúkrunarheimila.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson hóf umræðuna og reifaði aðdraganda þess að bæjaryfirvöld ákváðu í lok apríl 2020 að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar sem rann út 31. desember sl. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir það sem gerst hefur í málinu frá því að Akureyrarbær tilkynnti SÍ að samningurinn yrði ekki endurnýjaður.

Auk þeirra tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með seinagang Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna yfirfærslu á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Bæjaryfirvöld ákváðu í lok apríl á síðasta ári að endurnýja ekki samning við SÍ um rekstur ÖA sem rann út 31. desember sl. og var stofnuninni og heilbrigðisráðherra tilkynnt um ákvörðun bæjarins 5. maí 2020. Þessi tilkynning var send í tíma þannig að SÍ gæfist nægt ráðrúm til að undirbúa yfirfærsluna. Algjört ráðaleysi virðist hins vegar ríkja innan veggja SÍ um hvað gera skuli við hjúkrunarheimili í þeim sveitarfélögum sem hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga um rekstur. Þar sem ljóst var að yfirfærslan myndi ekki klárast fyrir síðastliðin áramót tóku bæjaryfirvöld ákvörðun um að framlengja samninginn til loka aprílmánaðar og veita þar með SÍ svigrúm til að klára málið. Það var svo fyrst nú í lok janúar sem SÍ auglýstu eftir nýjum rekstraraðila. Algjör óvissa er því enn ríkjandi um hver kemur til með að reka heimilin frá og með 1. maí nk. en mikilvægt er að þeirri óvissu verði eytt án tafar vegna allra þeirra sem hlut eiga að máli þ.e. íbúa, aðstandenda og ekki síst starfsfólks sem á rétt á að njóta öryggis og fyrirsjáanleika í starfsumhverfi sínu.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. og 11. febrúar 2021
Bæjarráð 4. og 11. febrúar 2021
Frístundaráð 10. febrúar 2021
Fræðsluráð 1. febrúar 2021
Skipulagsráð 10. febrúar 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 29. janúar 2021
Velferðarráð 3. febrúar 2021


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:20.