Bæjarstjórn

3433. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:00 - 19:54 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Gunnar Gíslason 2. varaforseti
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Ólína Freysteinsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Preben Jón Pétursson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í kjörstjórn Akureyrarbæjar:

Jón Stefán Hjaltalín Einarsson tekur sæti varafulltrúa í kjörstjórn Akureyrarbæjar í stað Arnórs Sigmarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017

Málsnúmer 2017080144Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. apríl 2018:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017.

Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn vísar ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki 4

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 18. apríl 2018:

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og jafnréttismat vegna viðaukans.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Munkaþverárstræti 36 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017100251Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á skilmálum fyrir lóðina Munkaþverárstræti 36. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 7. mars til 12. apríl 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018030331Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Skipulagsráð heimilaði umsæjanda þann 4. apríl 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 6. apríl 2018 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110379Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Breytt erindi var lagt fram í skipulagsráði 10. janúar 2018. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagstillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Ein umsögn barst:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. mars 2018.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagssviði falið að að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, lyfta - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040162Vakta málsnúmer

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Breytingin felst í að auka stærð stjórnstöðvarhúsa úr 30 m² í 50 m² með kjallara samkvæmt meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dagsettri 12. apríl 2018, unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar. Bent er á að framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Öldungaráð - samþykkt

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. apríl 2018:

2. liður í fundargerð öldungaráðs dagsett 3. apríl 2018:

Farið yfir samþykkt um öldungaráð.

Öldungaráð vísar uppfærðri samþykkt með áorðnum breytingum til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar samþykkt fyrir öldungaráð til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt öldungaráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018 - fræðsluráð

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða fræðsluráðs.

Dagbjört Pálsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 13. og 18. apríl 2018
Bæjarráð 12. og 18. apríl 2018
Frístundaráð 12. apríl 2018
Fræðsluráð 16. apríl 2018
Skipulagsráð 18. apríl 2018
Stjórn Akureyrarstofu 18. apríl 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 13. apríl 2018
Velferðarráð 18. apríl 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:54.