Svæðisskipulag Eyjafjarðar, breyting vegna Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3 - skipulagslýsing

Málsnúmer 2018010229

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 16. janúar 2018 þar sem Þröstur Friðfinnsson fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar leggur fram skipulagslýsingu sem Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismatsáætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og feli svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

12. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 16. janúar 2018 þar sem Þröstur Friðfinnsson fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar leggur fram skipulagslýsingu sem Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismatsáætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.

Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og feli svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir lýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 sem varðar breytingu á stefnu um flutningslínur raforku. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi breytingartillöguna á fundi 7. nóvember 2019.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3463. fundur - 19.11.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. nóvember 2019:

Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 sem varðar breytingu á stefnu um flutningslínur raforku. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi breytingartillöguna á fundi 7. nóvember 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögum skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3473. fundur - 21.04.2020

Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu svæðisskipulagsnefndar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.