Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020173

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 2. maí 2017 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall og byggingareit. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3415. fundur - 16.05.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 2. maí 2017 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.

Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall og byggingareit. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 635. fundur - 15.06.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 639. fundur - 13.07.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 642. fundur - 10.08.2017

Erindi dagsett 8. ágúst 2017 þar sem Valur Indriði Örnólfsson fyrir hönd N1 hf. sækir um leyfi til að rífa skála sem er í stæði væntanlegrar viðbygginga við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 643. fundur - 21.08.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um breytingar á áður samþykkum teikningum af viðbyggingu við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 670. fundur - 15.03.2018

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að fella niður flóttaleið í gegnum kæli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 751. fundur - 13.12.2019

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að fella niður flóttaleið í gegnum kæli og breyta rými 0103 úr kæli í lager í húsi N1 við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðs og brunahönnuðar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.