Gránufélagsgata 35 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010514

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð áréttar að leita þarf umsagnar Minjastofnunar fyrir breytingum á húsinu og viðbyggingu.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 9. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni. Leitað var eftir umsögn Minjastofnunar Íslands fyrir breytingum á húsinu og viðbyggingu. Umsögnin barst 14. mars 2017. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við áætlunina með fyrirvara um að byggingarnefndarteikningar berist til umsagnar.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð samþykkti 29. mars 2017 að grenndarkynna tillögu sem er dagsett 9. mars 2017.

Tillagan var grenndarkynnt frá 30. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2017.

Engin athugsemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3415. fundur - 16.05.2017

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð samþykkti 29. mars 2017 að grenndarkynna tillögu sem er dagsett 9. mars 2017.

Tillagan var grenndarkynnt frá 30. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2017.

Engin athugsemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.