Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun vegna stjórnsýslubreytinga

Málsnúmer 2016120133

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram breytingatillögur á 16. grein g lið og 16. grein h lið í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar og óskaði eftir að þær yrðu bornar upp í sitt hvoru lagi:


16. grein g liður:

Tillaga: Hve oft má tala. Bæjarfulltrúi má tala fjórum sinnum við hverja umræðu máls. Heimilt er þó bæjarfulltrúa að taka oftar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Bæjarstjóri, málshefjandi, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður (talsmaður flutningsmanna) mega þó tala oftar en fjórum sinnum við hverja umræðu máls.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


16. grein h liður:

Tillaga: Í fyrstu ræðu við hverja umræðu er ræðutími ótakmarkaður. Ræðutími í annarri ræðu má vera allt að 15 mínútur og í þriðju og fjórðu ræðu allt að fimm mínútur. Hið sama gildir um ræður bæjarstjóra. Forseti getur þó heimilað lengri ræðutíma við umræður um fundarsköp eða fundarstjórn forseta. Forseta er heimilt að rýmka ræðutíma sé mál það umfangsmikið eða mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þeirra reglna sem mælt er fyrir um. Einnig er forseta heimilt að rýmka ræðutíma bæjarfulltrúa ef sérstaklega stendur á og nauðsyn krefur. Ákvörðun forseta samkvæmt þessari málsgrein skal liggja fyrir áður en umræða hefst. Við síðari umræðu um fjárhagsáætlun og aðalskipulag Akureyrarkaupstaðar skal ræðutími vera óbundinn.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögur frá meirihluta bæjarstjórnar á 16. grein g lið og 16. grein h lið í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar:

16. grein g liður:

Hve oft má tala. Bæjarfulltrúi má tala tvisvar við hverja umræðu máls. Heimilt er þó bæjarfulltrúa að taka oftar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Forseti getur í umræðum um umfangsmikil mál heimilað bæjarfulltrúum að taka oftar til máls og skal tilkynna það við upphaf umræðna. Bæjarstjóri, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður (talsmaður flutningsmanna) mega þó tala oftar en tvisvar við hverja umræðu máls. Bæjarstjóri hefur óbundið málfrelsi.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista.

Baldvin Valdemarsson D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


16. grein h liður:

Ræðutími. Ekki eru takmarkanir á ræðutíma bæjarfulltrúa. Telji forseti umræður dragast úr hófi fram getur hann þó lagt fram dagskrártillögu um að ræðutími hvers bæjarfulltrúa verði takmarkaður, umræðum verði lokið á tilteknum tíma eða umræðum um mál verði lokið þá þegar. Hver bæjarfulltrúi getur og borið fram slíkar tillögur. Bæjarstjórn afgreiðir tillögur um takmörkun umræðna umræðulaust. Ekki má þó takmarka umræðu um mál meira en svo að hún standi skemur en í tvær klukkustundir ef einhver bæjarfulltrúi kveður sér hljóðs.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttir V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.

Baldvin Valdemarsson D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni ásamt samþykktum breytingum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 3. janúar 2017:

Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni ásamt samþykktum breytingum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með 6 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.