Bæjarráð

3414. fundur 22. maí 2014 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010033Vakta málsnúmer

Lögð fram 59. fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dags. 12. maí 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

Bæjarráð vísar 4. og 5. lið til framkvæmdadeildar, 1. 2. og 3. liður lagðir fram til kynningar.

2.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 30. apríl 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

3.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 80. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 14. maí 2014.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

4.Landsfundur Upplýsingar 2014, félags bókasafns- og upplýsingafræða - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014050107Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. maí 2014 frá Astrid Margréti Magnúsdóttur, formanni Upplýsingar, þar sem óskað er eftir styrk vegna Landsfundar sem haldinn verður á Akureyri dagana 2. og 3. október nk.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000. Færist af liðnum móttaka gesta.

5.BKNE - krafa um leiðréttingu launa grunnskólakennara

Málsnúmer 2014050105Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áskorun fundar BKNE sem haldinn var 15. maí sl.

6.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 15. maí sl.
12. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 10. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva félag siglingamanna á Akureyri lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

7.Skátafélagið Klakkur - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010268Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 15. maí sl.
1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 23. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Skátafélagið Klakk lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

8.Álag og fjarvera í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013120098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 15. maí sl.
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 5. maí 2014:
Lögð að nýju fyrir skýrsla um álag í leikskólum en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
Í skýrslunni eru eftirfarandi tillögur til úrbóta lagðar fram:
- Afleysingahlutfall verði aukið úr 7% í 8,33% líkt og það var árið 2008.
- Heimilt verði að ráða strax í stöður vegna langtímaveikinda.
- Gerð verði úttekt á hljóðvist í öllum leikskólum Akureyrar með tilliti til húsnæðis, skipulags og fjölda barna á hverri deild eða í hverju rými.
- Gerð verði úttekt á vinnuaðstöðu og aðbúnaði í leikskólum Akureyrar.
- Gripið verði til aðgerða til heilsueflingar meðal starfsfólks og komið á fót heilsueflingarráði í hverjum skóla líkt og fram kemur í velferðarstefnu Akureyrar.
- Gripið verði til beinna aðgerða í þeim tilgangi að hvetja starfsfólk til hreyfingar s.s. með föstum greiðslum.
- Skráning forfalla verði bætt svo hægt verði að greina betur hvers eðlis þau eru.
- Við hönnun leikskóla verði gert ráð fyrir meira rými á hvert barn en nú er raunin og tryggð verði góð vinnuaðstaða.
- Akureyrarbær beiti sér fyrir því að hluti undirbúningstíma verði bundinn við hverja deild/leikskóla en ekki eingöngu hvern leikskólakennara.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur til úrbóta. Skólanefnd leggur til við bæjarráð að fjárveitingar til leikskóla verði auknar, á þessu fjárhagsári, um kr. 6.000.000 svo hækka megi afleysingaprósentu í leikskólum úr 7% í 8,33% frá og með 1. ágúst 2014 og kr. 7.500.000 frá 1. júní 2014, til að mæta því að geta ráðið strax inn afleysingu þegar fólk fer í langtímaveikindi.
Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að vinna að öðrum úrbótatillögum í samráði við skólastjóra leikskólanna.
Skólanefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.

Bæjarráð samþykkir að hækka megi afleysingaprósentu í leikskólum úr 7% í 8,33% frá og með 1. ágúst 2014 og að frá 1. júní nk. verði hægt að ráða strax inn afleysingu þegar fólk fer í langtímaveikindi.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

9.Hrísey - samstarfsaðilar um nýtingu viðbótar aflaheimilda

Málsnúmer 2014050144Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sent með tölvupósti dags. 21. maí 2014 frá Sigurði Árnasyni hjá þróunarsviði Byggðastofnunar þar sem kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hefur á grundvelli greiningar á stöðu einstakra byggðarlaga ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda til að stuðla að meginmarkmiðum verkefnisins sem fellur að viðmiðum er fram koma í erindinu:
Hrísey í Akureyrarbæ allt að 150 þorskígildistonnum.
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 miðvikudaginn 11. júní nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn.

Fundi slitið - kl. 11:00.