Skátafélagið Klakkur - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010268

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 145. fundur - 23.04.2014

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Skátafélagið Klakk lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 285. fundur - 09.05.2014

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi.

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 23. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Skátafélagið Klakk lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3414. fundur - 22.05.2014

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 15. maí sl.
1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 23. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Skátafélagið Klakk lögð fram.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 161. fundur - 12.02.2015

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður samfélags- og mannréttingaráðs sögðu frá gerð og stöðu mála varðandi uppbyggingarsamning við skátafélagið Klakk og uppbyggingu í Þórunnarstræti 99.