Hrísey - samstarfsaðilar um nýtingu viðbótar aflaheimilda

Málsnúmer 2014050144

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3414. fundur - 22.05.2014

Lagt fram erindi sent með tölvupósti dags. 21. maí 2014 frá Sigurði Árnasyni hjá þróunarsviði Byggðastofnunar þar sem kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hefur á grundvelli greiningar á stöðu einstakra byggðarlaga ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda til að stuðla að meginmarkmiðum verkefnisins sem fellur að viðmiðum er fram koma í erindinu:
Hrísey í Akureyrarbæ allt að 150 þorskígildistonnum.
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 miðvikudaginn 11. júní nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn.

Bæjarráð - 3427. fundur - 11.09.2014

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um aukna byggðafestu í Hrísey.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin.