Álagning gjalda - útsvar 2014

Málsnúmer 2013110130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3390. fundur - 21.11.2013

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. nóvember 2013:
Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað hækki um 0,04% og verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.
Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.