Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010292

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3369. fundur - 30.05.2013

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dags. 13. febrúar og 6. mars 2013.
Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir

Bæjarráð - 3381. fundur - 19.09.2013

Lögð fram fundargerð 40. fundar hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dags. 4. september 2013.
Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1. og 3. lið til skipulagsnefndar, 2. liður er lagður fram til kynningar

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Lögð var fram í bæjarráði fundargerð 40. fundar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dagsett 4. september 2013. Bæjarráð vísaði 3. lið fundargerðarinnar til skipulagsnefndar en þar er gerð athugasemd við að auglýsing lýsingar vegna miðbæjarskipulags hafi ekki verið tilkynnt hverfisnefndinni.

Fyrirhugað miðbæjarskipulag tekur yfir mun stærra svæði en norðurhluta Brekku og var því ekki talin ástæða til að senda sérstaka tilkynningu um lýsingu verkefnisins til þeirrar hverfisnefndar. Það hefur hinsvegar verið gert með bréfi en skipulagsnefnd bendir á að verkefnið í heild sinni verður sérstaklega kynnt á íbúafundi áður en deiliskipulagstillagan verður auglýst. Vinnureglan er hinsvegar sú að tilkynningar um allar aðal- og deiliskipulagsbreytingar, sem auglýsa skal, eru sendar til viðkomandi hverfisnefnda.