Bæjarráð

3349. fundur 31. janúar 2013 kl. 09:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista boðaði forföll á fundinn.

1.Stefna vegna Brálundar - breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Málsnúmer 2011100126Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju niðurstaða dóms, en bæjarráð fól á fundi sínum þann 13. desember sl. bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu og leggja tillögur fyrir bæjarráð.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2012-2013

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. janúar 2013. Fundargerðin er í 5 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a) og 4. lið til skipulagsdeildar, 1. lið b), 3. lið a), b), c), d) og e) og 5. lið til framkvæmdadeildar og 2. lið til framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar.

3.Fundargerðir á heimasíðu Akureyrarbæjar - fylgigögn

Málsnúmer 2012121174Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 10. janúar sl. Lögð fram drög dags. 28. janúar 2013 að verklagsreglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerð 46. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 15. janúar 2013.
Fundargerð 66. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 17. janúar 2013.
Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - 27. landsþing

Málsnúmer 2013010135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 14. janúar 2013 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 27. landsþings Sambandsins á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 15. mars nk.

6.Sjúkratryggingar Íslands og Akureyrarkaupstaður - samningur um sjúkraflug fyrir árið 2013

Málsnúmer 2013010143Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. janúar 2013:
Lögð voru fram drög, ódags., að samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um sjúkraflug árið 2013.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir málið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

7.Slysavarnafélagið Landsbjörg - leiga á Íþróttahöll vegna landsþings 2013

Málsnúmer 2013010231Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. janúar 2013 frá Jóni Svanberg Hjartarsyni framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem óskað er eftir því að fá afnot af Íþróttahöllinni og Brekkuskóla endurgjaldslaust dagana 24.- 25. maí nk. meðan á landsþingi félagsins stendur.

Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið með því að veita því afnot af Íþróttahöllinni og Brekkuskóla án endurgjalds. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

8.Vinabæjamót - Kontaktsmandsmøde 2013 - Randers

Málsnúmer 2013010256Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 22. janúar 2013 frá borgarstjóranum í Randers þar sem fulltrúum Akureyrarkaupstaðar er boðið á tenglamót (Kontaktmandsmøde) í Randers dagana 15.- 17. ágúst nk.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akureyrarbæjar á tenglamótinu verði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og bæjarráðsmennirnir Halla Björk Reynisdóttir og Oddur Helgi Halldórsson ásamt mökum.

Þegar hér var komið vék Ólafur Jónsson D-lista af fundi kl. 10:44.

9.Lögmannshlíðarsókn - fasteignagjöld - umsókn um styrk

Málsnúmer 2013010283Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 24. janúar 2013 frá Lögmannshlíðarsókn þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista að hafna erindinu með vísan í nýsamþykktar reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts.

10.Akureyrarkirkja - fasteignagjöld - umsókn um styrk

Málsnúmer 2013010249Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 21. janúar 2013 frá Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista að hafna erindinu með vísan í nýsamþykktar reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts.

Þegar hér var komið vék Sigurður Guðmundsson A-lista af fundi kl. 11:00.

11.Afskriftir lána 2012

Málsnúmer 2012120034Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. janúar 2013:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2012.
Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.

Í áætluninni kemur fram að farið er fram á afskriftir lána samtals að upphæð kr. 1.341.305.

Bæjarráð samþykkir afskrift lána að upphæð kr. 1.341.305.

12.Fjárhagsaðstoð 2013 - breyting á framfærslugrunni

Málsnúmer 2013010176Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. janúar 2013:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt var fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur dags. 18. janúar 2013 um breytingu á framfærslugrunni í fjárhagsaðstoð.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka framfærslugrunn fjárhagsaðstoðar um 4.2% í samræmi við hækkun neysluvísitölu frá desember 2011 til desember 2012.
Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagða breytingu á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar.

13.Breyting á reglum um sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 2012121242Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Glerárgata 26 - leigusamningur endurskoðun 2012

Málsnúmer 2012120020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breyttum leigusamningi vegna Glerárgötu 26.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

15.Eyþing - samráðsvettvangur um sóknaráætlun Norðurlands eystra

Málsnúmer 2013010301Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyþingi dags. 22. janúar 2013 þar sem óskað er eftir tilnefningu Akureyrarbæjar á 5 fulltrúum, þar af einn stjórnarmaður Eyþings, í samráðshóp um sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra.

Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Höllu Björk Reynisdóttur, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Tryggva Þór Gunnarsson, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar.

16.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna minningarmóts um Jón Ingimarsson

Málsnúmer 2013010306Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. janúar 2013 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 80.000 kr. styrk vegna minningarmóts um Jón Ingimarsson skákmeistara sem halda á dagana 26.- 28. apríl nk.

Bæjarráð hafnar erindinu.

17.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013010191Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. janúar 2013:
Breyting á samþykktri gjaldskrá fyrir dagforeldra vegna mistaka í útreikningum.
Skólanefnd staðfestir leiðrétta gjaldskrá fyrir dagforeldra sem hækkar um 4,1% frá og með 1. mars 2013 samkvæmt samningsbundnum ákvæðum í kjarasamningi Einingar-Iðju.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:50.