Sjúkratryggingar Íslands og Akureyrarkaupstaður - samningur um sjúkraflug fyrir árið 2013

Málsnúmer 2013010143

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 261. fundur - 18.01.2013

Lögð voru fram drög, ódags., að samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um sjúkraflug árið 2013.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir málið.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3349. fundur - 31.01.2013

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 18. janúar 2013:
Lögð voru fram drög, ódags., að samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um sjúkraflug árið 2013.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir málið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Framkvæmdaráð - 278. fundur - 13.12.2013

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram tillögu að samningi frá Sjúkratryggingum Íslands vegna sjúkraflutninga 2013.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við samningsdrög Sjúkratrygginga Íslands fyrir árið 2013, en bendir á að ekki sé eðlilegt að Akureyrarbær beri mismun á kostnaði við rekstur á sjúkraflutningum á sínu svæði. Því er það krafa Akureyrarbæjar að Sjúkratryggingar Íslands greiði samþykktan heildarkostnað 119 m.kr.