Fundargerðir á heimasíðu Akureyrarbæjar - fylgigögn

Málsnúmer 2012121174

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3346. fundur - 10.01.2013

Farið yfir hvaða fylgigögn eiga að fylgja málum í fundargerðum fastanefnda sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3349. fundur - 31.01.2013

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 10. janúar sl. Lögð fram drög dags. 28. janúar 2013 að verklagsreglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. janúar 2013:
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 10. janúar sl. Lögð fram drög dags. 28. janúar 2013 að verklagsreglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur um birtingu gagna með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Skipulagsnefnd óskaði eftir að taka fyrir á fundi verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.
Skipulagsnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 248. fundur - 07.12.2016

Skipulagsnefnd óskaði eftir að taka fyrir á fundi verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.