Bæjarráð

3320. fundur 24. maí 2012 kl. 09:00 - 11:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Breytt fyrirkomulag á skapandi sumarstörfum 2012

Málsnúmer 2012040080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 3. maí sl. 3. lið í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 18. apríl 2012:
Tekin fyrir beiðni frá Kristjáni Bergmann umsjónarmanni Ungmenna-Húss um að Ungmenna-Húsið fái til ráðstöfunar þá fjármuni sem lagðir hafa verið í skapandi sumarstörf í gegnum sumarvinnu 17-25 ára. Ungmenna-Húsið geti þá hagað skapandi sumarstörfum þannig að þau nýtist þátttakendum betur. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu en samþykkir að lengja ráðningartíma ungmenna í átaki 17-25 ára skólafólks úr fjórum í fimm vikur, sjö tíma á dag þannig að heildarfjöldi tíma verði 175 klst. sumarið 2012.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. maí 2012. Fundargerðin er í 5 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a), c) og d), 2., 4. og 5. lið a), b), c) og d) til framkvæmdadeildar.

1. lið b) og e), 3. og 5. lið e) til skipulagsdeildar.

5. lið f) er vísað til bæjarstjóra.

3.Hafnarstræti 28 103 - leiguíbúð

Málsnúmer 2012050070Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. maí 2012:
Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dags. 10. maí 2012 í íbúðina.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin á íbúðinni.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

4.Hjallalundur 20 301 - leiguíbúð

Málsnúmer 2012050071Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. maí 2012:
Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dags. 8. maí 2012 í íbúðina.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin á íbúðinni.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

5.Dalsbraut 1 L-M - geymsla

Málsnúmer 2012040142Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 11. maí 2012:
Lagt fram undirritað gagntilboð í geymsluna við Dalsbraut dags. 26. apríl 2012.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir söluna á geymslunni.
Njáll Trausti Friðbertsson, D-lista, situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Mér finnst eðlilegt að eignir bæjarins séu auglýstar til sölu og þannig stuðlað að gegnsæi í stjórnsýslu bæjarins.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir gagntilboðið.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og óska bókað:
Okkur finnst eðlilegt að eignir bæjarins séu auglýstar til sölu og þannig stuðlað að gegnsæi í stjórnsýslu bæjarins.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista taka undir bókun Hermanns Jóns og Njáls Trausta.

6.Skelfélagið ehf - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012050141Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. maí 2012 frá Jóhannesi Má Jóhannessyni f.h. stjórnar Skelfélagsins ehf, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 31. maí nk. á Hótel KEA, Akureyri og hefst hann kl. 10:00.

Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

7.Skelfélagið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2011040014Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. maí 2012 frá framkvæmdastjóra Skelfélagsins ehf þar sem fram kemur að stjórn Skelfélagsins hafi ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign sína. Hlutur Akureyrarbæjar í Skelfélaginu er 2,1% og er hlutur bæjarins í þessu útboði því kr. 169.312.

Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

8.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012020029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 796. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. apríl 2012.

9.Orlof húsmæðra í Eyjafirði - rekstur 2011

Málsnúmer 2012050120Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla orlofsnefndar 2011 og yfirlit um rekstur Orlofssjóðs húsmæðra í Eyjafirði árið 2011.

10.Íslendingadagurinn í Gimli 3. ágúst 2012

Málsnúmer 2012050119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 3. maí 2012 frá formanni Icelandic Festival of Manitoba þar sem bæjarstjóra Akureyrar er boðið að taka þátt í 123. Íslendingadeginum í Gimli í Kanada dagana 3. til 6. ágúst 2012.

11.Grímsstaðir á Fjöllum

Málsnúmer 2012050037Vakta málsnúmer

Að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista var farið yrði yfir stöðu mála í framhaldi af fundi í Heiðarbæ 11. maí sl.

12.Stytting hringvegarins

Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu varðandi vegstyttingu við Blönduós.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við hörmum embættisfærslu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hann viðhefur í bréfi til Vegagerðarinnar dagsettu 13. apríl síðastliðinn. Þar er Vegagerðinni gert skylt að draga hugmyndir sínar að nýrri veglínu svokallaðrar Húnavallabrautar til baka. Vegagerðin hafði áður óskað eftir að gert yrði ráð fyrir vegstæðinu í nýju aðalskipulagi Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt nánar með eftirfarandi hætti: Að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Í maí 2011 úrskurðaði núverandi umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir að gert skyldi ráð fyrir vegstæðinu sem hér er fjallað um í aðalskipulagi þeirra sveitarfélaga sem hér eiga í hlut, sú ákvörðun var fyrst og fremst byggð á 28. gr. 2. mgr. Vegalaga frá 2007.
Með boðvaldsákvörðun sinni gengur innanríkisráðherra freklega fram gegn undirstofnun sinni og tilgangi og anda þeirra laga sem hér er getið að framan.

Fundi slitið - kl. 11:42.