Breytt fyrirkomulag á skapandi sumarstörfum 2012

Málsnúmer 2012040080

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 105. fundur - 18.04.2012

Tekin fyrir beiðni frá Kristjáni Bergmann umsjónarmanni Ungmenna-Húss um að Ungmenna-Húsið fái til ráðstöfunar þá fjármuni sem lagðir hafa verið í skapandi sumarstörf í gegnum sumarvinnu 17-25 ára. Ungmenna-Húsið geti þá hagað skapandi sumarstörfum þannig að þau nýtist þátttakendum betur. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3318. fundur - 03.05.2012

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 18. apríl 2012:
Tekin fyrir beiðni frá Kristjáni Bergmann umsjónarmanni Ungmenna-Húss um að Ungmenna-Húsið fái til ráðstöfunar þá fjármuni sem lagðir hafa verið í skapandi sumarstörf í gegnum sumarvinnu 17-25 ára. Ungmenna-Húsið geti þá hagað skapandi sumarstörfum þannig að þau nýtist þátttakendum betur. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3320. fundur - 24.05.2012

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 3. maí sl. 3. lið í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 18. apríl 2012:
Tekin fyrir beiðni frá Kristjáni Bergmann umsjónarmanni Ungmenna-Húss um að Ungmenna-Húsið fái til ráðstöfunar þá fjármuni sem lagðir hafa verið í skapandi sumarstörf í gegnum sumarvinnu 17-25 ára. Ungmenna-Húsið geti þá hagað skapandi sumarstörfum þannig að þau nýtist þátttakendum betur. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu en samþykkir að lengja ráðningartíma ungmenna í átaki 17-25 ára skólafólks úr fjórum í fimm vikur, sjö tíma á dag þannig að heildarfjöldi tíma verði 175 klst. sumarið 2012.