Skelfélagið - hluthafafundur og samþykktir 2011

Málsnúmer 2011040014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

Erindi dags. 15. nóvember 2011 frá Jóhannesi Má Jóhannessyni f.h. Skelfélagsins ehf varðandi hlutafjáraukningu félagsins.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

Bæjarráð - 3310. fundur - 01.03.2012

Erindi dags. 24. febrúar 2012 frá framkvæmdastjóra Skelfélagsins ehf þar sem fram kemur að stjórn Skelfélagsins hafi ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign sína. Hlutur Akureyrarbæjar í Skelfélaginu er 2,37% og er hlutur bæjarins í þessu útboði því kr. 236.686.

Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.

Bæjarráð - 3320. fundur - 24.05.2012

Erindi dags. 15. maí 2012 frá framkvæmdastjóra Skelfélagsins ehf þar sem fram kemur að stjórn Skelfélagsins hafi ákveðið að bjóða núverandi hluthöfum að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign sína. Hlutur Akureyrarbæjar í Skelfélaginu er 2,1% og er hlutur bæjarins í þessu útboði því kr. 169.312.

Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni.