Grímsstaðir á Fjöllum

Málsnúmer 2012050037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3319. fundur - 10.05.2012

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mætti á fund bæjarráðs.
Boðað hefur verið til stofnfundar á einkahlutafélagi, sem verður í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi. Tilgangur félagsins er að undirbúa möguleg kaup og leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista, að taka þátt í stofnun félagsins og felur formanni bæjarráðs, Oddi Helga Halldórssyni, að fara með umboð Akureyrarkaupstaðar á fundinum.

Bæjarráð - 3320. fundur - 24.05.2012

Að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista var farið yrði yfir stöðu mála í framhaldi af fundi í Heiðarbæ 11. maí sl.

Bæjarráð - 3327. fundur - 02.08.2012

Formaður bæjarráðs upplýsti um stöðu mála.
Beðið er samningsdraga frá GáF ehf (félagi 6 sveitarfélaga á Norðausturlandi) og verður málið tekið upp í bæjarráði að nýju þegar þau hafa borist.