Bæjarráð

3292. fundur 20. október 2011 kl. 09:00 - 10:52 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.LSA - ákvæði 6. gr. í samþykkt sjóðsins

Málsnúmer 2011090117Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. september 2011 frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar vegna bréfs frá Fjármálaeftirlitinu til sjóðsins varðandi ákvæði 6. gr. í samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar þar sem segir að endurskoðandi bæjarins endurskoði ársreikninga sjóðsins.
Lagt fram minnisblað dags. 19. október 2011 frá bæjarlögmanni og fjármálastjóra.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að hafa samskipti við Fjármálaeftirlitið vegna krafna FME um að skipa endurskoðunarnefnd fyrir sjóðinn. Það er álit bæjarráðs að skipun slíkrar nefndar sé of íþyngjandi fyrir þetta lítinn sjóð.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. október 2011. Fundargerðin er í 4 liðum.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar.

Bæjarráð vísar 1. lið a) og 4. lið a) til fjármálastjóra, 1. lið b) til framkvæmdadeildar, 2. lið til skipulagsnefndar, 3. lið til stjórnsýslunefndar og 4. lið b) til félagsmálaráðs.

3.Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011100011Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. október 2011 frá stjórn Menningarfélagsins Hofs þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 20. október nk. kl. 11:30 í Hofi.

Bæjarráð felur Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og bæjarfulltrúunum Höllu Björk Reynisdóttur L-lista og Hermanni Jóni Tómassyni S-lista að vera fulltrúar Akureyrarbæjar á fundinum. Öllum bæjarfulltrúum er heimilt að sitja fundinn.

4.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 7. október 2011.

5.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - haustfundur 2011

Málsnúmer 2011100069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi móttekið 18. október 2011 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, þar sem boðað er til haustfundar þann 26. október nk. kl. 15.00 í Hofi, Akureyri.
Akureyrarbær á 6 fulltrúa á fundinum.

Bæjarráð felur Oddi Helga Halldórssyni L-lista, Hlín Bolladóttur L-lista, Tryggva Þór Gunnarssyni L-Lista, Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista og Ólafi Jónssyni D-lista að vera fulltrúar Akureyrarbæjar á fundinum.

6.Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2011

Málsnúmer 2011100015Vakta málsnúmer

Greinargerð sem lögð var fram á fundi fulltrúa Akureyrarbæjar með fjárlaganefnd Alþingis sem haldinn var um fjármál sveitarfélaga 14. október sl. lögð fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2012

Málsnúmer 2011100042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 11. október 2011 ásamt fundargerð 138. fundar heilbrigðisnefndar, skýrslu aðalfundar Eyþings 2011, fjárhagsáætlun ársins 2012 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga 2012.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Bæjarráð óskar eftir að á næsta ári liggi fjárhagsáætlun HNE fyrir til kynningar í bæjarráði áður en hún er lögð fyrir aðalfund Eyþings.

8.Eyþing - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011090004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Eyþings sem haldinn var á Húsavík dagana 7. og 8. október 2011.

9.Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur SÍ og Akureyrarkaupstaðar 2011

Málsnúmer 2011050121Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur dags. 13. október 2011 milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um rekstur heilsugæslustöðvar á Akureyri ásamt þjónustu við fanga í fangelsinu á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.Menningarfélagið Hof ses - endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dags. 20. október 2011 að samningi um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2012-2013.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:52.