Eyþing - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011090004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3308. fundur - 20.09.2011

Á aðalfundi Eyþings 2010 var samþykkt breyting á grein 4.1 í lögum Eyþings. Í henni felst breyting á fjölda kjörinna fulltrúa á aðalfundi, auk nýrrar málsgreinar um seturétt á aðalfundinum. Vegna þessarar breytingar þarf Akureyrarbær að kjósa einn fulltrúa og annan til vara, til viðbótar þeim fulltrúum sem áður hafa verið kosnir til setu á aðalfundum Eyþings á yfirstandandi kjörtímabili.

Fram kom tillaga um að Tryggvi Þór Gunnarsson sem áður var varamaður verði aðalmaður og Víðir Benediktsson verði varamaður.

Silja Dögg Baldursdóttir verður varamaður í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3291. fundur - 06.10.2011

Umræður um aðalfund Eyþings sem haldinn verður á Húsavík 7. og 8. október 2011.

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Rætt um atvinnumál almennt á svæði Eyþings og farið yfir þau viðfangsefni aðalfundarins sem snerta málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

Bæjarráð - 3292. fundur - 20.10.2011

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Eyþings sem haldinn var á Húsavík dagana 7. og 8. október 2011.