LSA - ákvæði 6. gr. í samþykkt sjóðsins

Málsnúmer 2011090117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3292. fundur - 20.10.2011

Erindi dags. 23. september 2011 frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar vegna bréfs frá Fjármálaeftirlitinu til sjóðsins varðandi ákvæði 6. gr. í samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar þar sem segir að endurskoðandi bæjarins endurskoði ársreikninga sjóðsins.
Lagt fram minnisblað dags. 19. október 2011 frá bæjarlögmanni og fjármálastjóra.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að hafa samskipti við Fjármálaeftirlitið vegna krafna FME um að skipa endurskoðunarnefnd fyrir sjóðinn. Það er álit bæjarráðs að skipun slíkrar nefndar sé of íþyngjandi fyrir þetta lítinn sjóð.

Bæjarráð - 3300. fundur - 08.12.2011

Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. nóvember 2011 frá Fjármálaeftirlitinu varðandi ákvæði í 6. gr. samþykkta um Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar um endurskoðanda sjóðsins og skipun endurskoðunarnefndar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

Erindi dags. 27. apríl 2012 frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar er varðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem lagðar verða fyrir ársfund sjóðsins þann 16. maí nk.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar með 11 samhljóða atkvæðum.