Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur SÍ og Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011050121

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1124. fundur - 25.05.2011

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti drög að þjónustusamningi milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um heilsugæsluþjónustu. Þessi samningur er framhald af þjónustusamningi frá desember 2007 og gildir fyrir árin 2008-2011. Samningurinn byggir á kröfulýsingu frá Velferðarráði um þjónustu heilsugæslustöðva.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram í málinu.

Bæjarráð - 3292. fundur - 20.10.2011

Lagður fram samningur dags. 13. október 2011 milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um rekstur heilsugæslustöðvar á Akureyri ásamt þjónustu við fanga í fangelsinu á Akureyri.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Félagsmálaráð - 1133. fundur - 26.10.2011

Margrét Guðjónsdóttir kynnti nýjan þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um heilsugæsluþjónustu. Samingurinn gildir út þetta ár og framlengist verði honum ekki sagt upp.