Menningarfélagið Hof ses - ósk um endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 94. fundur - 31.03.2011

Lagt fram bréf ódags. frá Karli Frímannssyni f.h. Menningarfélagsins Hofs ses þar sem óskað er eftir viðræðum um endurnýjun samnings Akureyrarbæjar og félagsins um rekstur Hofs, en samningurinn rennur út í lok ársins 2011.

Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela framkvæmdastjóra að hefja viðræður við félagið.

Stjórn Akureyrarstofu - 104. fundur - 08.09.2011

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundi sem þeir áttu með fulltrúum Menningarfélagsins um samningagerðina, markmið, tímalengd og fjárhæðir.

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að nýjum samningi við Menningarfélagið og leggja fyrir stjórn Akureyrarstofu á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 106. fundur - 06.10.2011

Farið yfir drög að samkomulagi við Menningarfélagið Hof ses.

Stjórn Akureyrarstofu - 108. fundur - 18.10.2011

Lögð fram til staðfestingar drög að samningi við Menningarfélagið Hof ses til tveggja ára. Samkvæmt þeim verður rekstrarframlag til félagsins óbreytt á samningstímanum og felld er niður eingreiðsla vegna stofnbúnaðarkaupa sem getið var um í fyrri samningi. Helstu markmið samningsins eru hin sömu og í eldri samningi: Að skapa eftirsóknarverðan vettvang fyrir tónlistar- og menningarlíf ásamt ráðstefnu- og sýningarhaldi á Norðurlandi, styrkja ímynd Akureyrar sem ferðamannastaðar með fyrsta flokks aðstöðu í einstöku húsi, skapa metnaðarfulla aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk Tónlistarskólans og umhverfi sem styður við starfsemi hans og frekari þróun.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu.

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar bókað:

Ég geri ekki athugasemdir við samninginn enda lít ég á hann og samningstímann sem reynslutíma á meðan reynsla kemst á rekstur og rekstrarform menningarhússins.

Bæjarráð - 3292. fundur - 20.10.2011

Lögð fram drög dags. 20. október 2011 að samningi um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2012-2013.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3294. fundur - 03.11.2011

Tekin fyrir að nýju umræða um samstarfssamning Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs ses, áður á dagskrá bæjarráðs 20. október sl.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Ingibjörgu komuna á fundinn og þær upplýsingar sem hún lagði fram og samþykkir samstarfssamninginn.

Stjórn Akureyrarstofu - 114. fundur - 09.02.2012

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs og Karl Frímannsson formaður stjórnar komu á fundinn til að fara yfir rekstur félagsins, starfsemina á síðasta ári og þau mál sem efst eru á baugi um þessar mundir. Fram kom að rekstur félagsins gekk mjög vel á fyrsta starfsárinu og gestafjöldi um 200.000 talsins eins og áður hefur komið fram.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu og Karli fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Stjórn Akureyrarstofu - 125. fundur - 13.06.2012

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstrarstöðu og starfsemi Menningarfélagsins eftir fyrstu 6 mánuði starfsársins 2011-2012.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 146. fundur - 11.09.2013

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs ses kom á fundinn og fór yfir stöðuna í rekstri félagsins og starfsárið framundan. Fram kom að rekstur félagsins er áfram jákvæður og viðtökur fólks við viðburðum eru góðar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Stjórn Akureyrarstofu - 147. fundur - 24.09.2013

Samningur við Menningarfélagið Hof rennur út í lok yfirstandandi árs. Farið var yfir núgildandi samning með hliðsjón af mögulegum breytingum og samningsmarkmiðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 152. fundur - 18.12.2013

Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarfélagsins Hofs ses fyrir starfsárið 2012-2013.

Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með góðan og öruggan rekstur Menningarfélagsins Hofs.